Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2017 | 23:59

PGA: Dustin Johnson sigraði á Northern Trust

Það var Dustin Johnson (DJ), sem stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana við Jordan Spieth á Northern Trust mótinu.

Bæði DJ og Jordan Spieth léku á 13 undir pari, 267 höggum; DJ (65 69 67 66) og Spieth (69 65 64 69).

Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði DJ betur þegar á 1. holu bráðabanans, sigraði á fugli meðan Spieth tapaði á pari.

Þriðja sætinu deildu John Rahm og Jhonattan Vegas, samtals á 9 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Northern Trust mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: