Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2015 | 03:30

PGA: Dustin Johnson sigraði á Cadillac heimsmótinu – Hápunktar 4. dags

Hinn nýbakaði faðir Dustin Johnson (DJ) sigraði á Cadillac heimsmótinu á Bláa Skrímslinu, í Doral, Flórída.

Bandaríski kylfingurinn JB Holmes var búinn að vera í forystu alla þrjá fyrstu keppnisdagana og var með 5 högga forskot á næsta mann fyrir lokahringinn.

DJ lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (68 73 69 69).  Þetta var 9. sigur hans á PGA Tour og væntanlega hækkar DJ á heimslistanum við sigurinn.

Holmes varð í 2. sæti, en hann átti arfaslakan lokahring upp á 75 högg, sem var alversti hringur hans í mótinu, en samtals lék hann á 8 undir pari, 280 höggum (62 73 70 75).

Í 3. sæti varð Masters sigurvegarinn Bubba Watson enn öðru höggi á eftir þ.e. á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Cadillac heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Cadillac heimsmótinu SMELLIÐ HÉR: