Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 06:00

PGA: Dustin Johnson leiðir á Crowne Plaza – Hápunktar 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, (DJ) sem leiðir eftir 1. dag á Crowne Plaza Inv., sem fram fer á Colonial CC í Fort Worth, Texas og er mót vikunnar á PGA Tour.

DJ kom inn á 5 undir pari, 65 höggum.

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir DJ eru þeir Tim Wilkinson, Hunter Mahan, Harris English og Robert Streb.

Hópur 10 kylfinga deilir síðan 6. sætinu þ.á.m. Jordan Spieth og Jimmy Walker og nýliðinn Wes Roach (sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:; allir á 3 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Crowne Plaza SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Crowne Plaza SMELLIÐ HÉR: