Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 01:00

PGA: Dustin Johnson efstur á Northern Trust Open e.1. dag – hápunktar 1. dags

Það er fullskeggjaður Dustin Johnson, (DJ) sem leiðir á Northern Trust Open, þegar þetta er ritað, en mótið hófst á Riviera í Kaliforníu fyrr í kvöld.

DJ  lék 1. hring á 5 undir pari, 66 höggum og fékk 6 fugla og 1 skolla.

Sjá má viðtal við Dustin eftir hringinn góða með því að SMELLA HÉR:

Nokkrir eiga eftir að ljúka leik þ.á.m. JB Holmes sem líka er á 5 undir pari, en á 5 holur eftir óspilaðar og gæti því staðan enn breyst – en þó afar fáir aðrir sem ógna 1. sæti DJ.

Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: