Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 00:01

PGA: Duncan enn í forystu e. 54 á Safeway – Hápunktar 3. dags

Nýliðinn Tyler Duncan er enn í forystu á Safeway Open mótinu, móti vikunnar á PGA Tour.

Lokahringurinn verður spilaður seinna í dag.

Duncan hefir samtals spilað á 14 undir pari, 202 höggum (65 66 71). Aðeins einu höggi á eftir á samtals 13 undir pari er Chasson Hadley og í 3. sæti eru Brendan Steele og Bud Cauley á samtals 12 undir pari.

„Heimamaðurinn“ Phil Mickelson er að gera góða hluti, deilir 7. sætinu með 3 öðrum á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna í heild á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: