Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2012 | 23:47

PGA: Duke og Tringale leiða á Zürich Classic eftir 1. dag

Það eru Bandaríkjamennirnir Ken Duke og Cameron Tringale sem leiða eftir 1. dag á Zürich Classic mótinu sem hófst í Louisiana í dag.

Duke og Tringale spiluðu báðir á -7 undir pari, 65 höggum. Ken Duke spilaði glæsilegt, skollafrítt golf, fékk 7 fugla.  Tringale hins vegar fékk 1 skolla og 8 fugla, þ.á.m. 4 fugla á 4 síðustu holunum

Þriðja sætinu 4 kylfingar á -7 undir pari, 66 höggum. Þetta eru þeir Ernie Els, Steve Stricker, Chris Stroud og sænsk-indverski kylfingurinn Daniel Chopra, sem ekki hefir borið mikið á síðustu misseri.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Zürich Classic of New Orleans smellið HÉR: