Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2017 | 01:00

PGA: Dufner sigraði á The Memorial

Það var Jason Dufner sem sigraði á The Memorial.

Dufner lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (65 65 77 68).

Þrátt fyrir dapran 3. hring upp á 5 yfir pari, tókst Dufner að halda haus og spilaði lokahringinn á glæsilegum 4 undir pari og vann þar með sigur!

Íslandsvinurinn Anhirban Lahiri og Rickie Fowler deildu 2. sætinu 3 höggum á eftir Dufner.

Til þess að sjá hápunkta í leik Dufner á The Memorial SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á The Memorial SMELLIÐ HÉR: