PGA: Dufner fúll – henti pútternum frá sér á flöt á RBC – Myndskeið
Bandaríski kylfingurinn, Jason Dufner var í forystu fyrir lokahring RBC Heritage.
En lokahringurinn spilaðist herfilega illa hjá Dufner; hann kom inn á 5 yfir pari, 76 júmbóhöggum, sem er alltof mikið fyrir kylfing í fremstu röð á PGA Tour. Á lokahringnum fékk Dufner 1 fugl, 4 skolla og 1 skramba.
Enda hrundi hann úr 1. sætinu í 11. sætið, sem hann deildi með 10 öðrum kylfingum.
Skollinn sem Dufner fékk á par-5 5. braut Harbour Town golflinksarans virðist hafa farið sérlega fyrir brjóstið hjá honum – a.m.k. henti hann pútternum frá sér á flöt þannig að kaddýinn hans, Kevin Baile varð að taka hann upp.
Þeir Baile slitu samstarfi 2016 og Dufner réði Josh Cassell fyrir 2016 Masters risamótið, en skipti síðan aftur yfir í Baile.
Það er óljóst hvort hann henti pútternum vegna rifrildis milli sín og Baile eða hvort hann var bara svona svekktur yfir að missa púttið og minka þar með líkurnar á 5. sigri sínum á PGA Tour.
A.m.k. er ljóst að lesendur á félagsmiðlunum voru lítið hrifnir af þessum stælum Dufner og hafa tjáð sig um þetta atvik í gríð og erg.
Sjá má það atvik þegar Dufner varpar pútternum frá sér á flöt og skilur hann eftir þar með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
