Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 23:44

PGA: Dufner enn efstur í hálfleik á The Memorial

Jason Dufner heldur forystu sinni 2. daginn í röð á The Memorial, móti vikunnar á PGA Tour.

Dufner hefir spilað  á samtals 14 undir pari, 130 höggum (65 65).

Í 2. sæti, heilum 5 höggum á eftir Dufner, á samtals 9 undir pari (66 69)  er Daníel Summerhays.

Í 3. sæti er síðan Rickie Fowler á samtals 8 undir pari (70 66).

Jordan Spieth, Jamie Lovemark og Justin Thomas deila síðan 4. sætinu á samtals 6 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á The Memorial SMELLIÐ HÉR: