Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 09:45

PGA: Drukkinn áhangandi dettur á Phoenix Open – Sjáið „Beef“ á 16. á TPC Scottsdale

Í gær lauk á TPC Scottsdale, Waste Management Phoenix Open.

Mótið er allaveganna meðal leikmanna PGA Tour talið eitt það erfiðasta á keppnistímabilinu m.a. vegna mikils hávaða frá áhorfendum, sem oft á tíðum eru drukknir og með ólæti.

Sérstaka skelfingu vekur par-3 16. brautin.

Sjá má hér í meðfylgjandi frétt golffréttavefsíðunnar Bunkered dæmi um einn drukkinn áhanganda og þegar horft er á hann þar sem hann dettur á leið í áhorfendastúku, þá sér maður af hverju oft á tíðum er vísað til drukkinna manna sem „skakkra.“

Eins má sjá í öðru myndskeiði í frétt Bunkered enska kylfinginn Andrew „Beef“ Johnson á hinni skelfilegu par-3 16. braut TPC Scottsdale.

Sjá má skemmtilega frétt Bunkered og ofangetin myndskeið með því að  SMELLA HÉR: