Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2011 | 17:30

PGA: Donald spilar í Disney

Nr. 1 í heiminum, Luke Donald, ætlar ekki að gefa eftir peningalistatitilinn án baráttu.

Luke ákvað að skrá sig í lokamót PGA, sem fram fer í næstu viku í Disney, sem svar við spili Webb Simpson í McGladrey Classic mótinu á Sea Island.

Luke náði fugli á síðustu holunni á Tour Championship og deildi 3. sætinu, með öðrum og var í sætinu fyrir ofan Simpson og munaði  $68,971.  (Það gæti breyst með góðu gengi Simpson á McGladrey´s sem allt lítur út fyrir núna en Simpson leiðir eftir 1. dag í mótinu ásamt Zack Miller).

Donald er að keppa að því að verða fyrsti kylfingurinn til þess að toppa peningalistana bæði á PGA og Evróputúrnum.

Þetta gæti verið í fyrsta skipti síðan 2003 að ákvörðun um hvert peningatitillinn á PGA fer ráðist á síðasta móti, PGA mótaraðarinnar.

Heimild: Golfweek