Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2018 | 23:59

PGA: DJ sigurvegari Sentry TOC

Það var nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnsson (DJ) sem stóð uppi sem sigurvegari á Sentry Tournament og Champions, sem fram fór á Hawaii.

DJ var á glæsiskori samtals 24 undir pari, 268 höggum (69 68 66 65).

Hann átti m.a. ótrúlegt högg á hinn 430 yarda par-4 12. holu á Kapalua en sjá má myndskeið af höggi DJ með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti varð Spánverjinn Jon Rahm heilum 8 höggum á eftir DJ á samtals 16 undir pari og Brian Harman, sem veitti DJ harða keppni framan af varð í 3. sæti á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sentry TOC SMELLIÐ HÉR: