Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2020 | 22:30

PGA: DJ sigraði á Travelers

Það var bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (skammst.: DJ), sem sigraði á Travelers Championship í þessu.

Sigurskor DJ var 19 undir pari, 261 högg (69 64 61 67).

DJ átti 1 högg á Kevin Streelman sem var í 2. sæti á 18 undir pari, 262 höggum (66 66 63 67).

Í 3. sæti urðu Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes og Will Gordon frá Bandaríkjunum, báðir á 17 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Travelers með því að SMELLA HÉR: