PGA: DJ kylfingur ársins 2016
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (gælunafn: DJ), 32 ára, var valinn kylfingur ársins á PGA Tour eftir framúrskarandi keppnistímabil 2015-2016, þar sem hann vann m.a. fyrsta risatitil sinn á ferlinum.
DJ, sem er nr. 2 á heimslistanum sigraði á Opna bandaríska, sem af mörgum er álitið það erfiðasta af risamótunum 4, en mótið fór að þessu sinni fram í júní s.l. í Oakmont Country Club í Plum, Pennsylvaníu, í Bandaríkjunum.
DJ sigraði líka á heimsmótinu Bridgestone Invitational og á BMW Championship í FedEx Cup umspilinu.
Aðrir sem tilnefndir voru til titilsins kylfingur ársins á PGA Tour að þessu sinni voru: Jason Day, Rory McIlroy, Adam Scott, Jordan Spieth og Henrik Stenson.
Af þeim 22 mótum sem DJ tók þátt í keppnistímabilið 2015-2016 náði hann niðurskurði í 21 og í þeim mótum sem hann tók þátt varð hann 15 sinnum meðal efstu 10.
DJ hlaut líka Arnold Palmer Award, sem hæstlaunaði kylfingur mótaraðarinnar – en í ár vann hann sér inn $9.4 milljónir sem er u.þ.b. 1 milljarður, 71,6 milljónir íslenskra króna.
Auk þess hlaut DJ, Byron Nelson Award fyrir „adjusted scoring average“ (lausleg ísl þýð: aðlagað meðaltalsskor) upp á 69.172 högg.
En best af öllu er að DJ vann loks fyrsta risatitil sinn, eftir fjöldamargar atlögur að sigrinum undanfarin ár, þar sem hann varð oftar en ekki að láta sér lynda 2. eða næstu sæti.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
