
PGA: DJ efstur f. lokahring Sentry TOC
Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (skammst. DJ) er efstur fyrir lokahringinn á 1. móti ársins á PGA Tour, Sentry Tournament of Champions (skammst. TOC).
DJ setti niður 65 yarda wedge-högg, niður í móti, fyrir erni og fékk fugla á par-5 unum á Kapalua og lék þannig 3. hring á 7 undir pari, 66 höggum og er nú kominn með 2 högga forystu yfir Brian Harman, sem er í 2. sæti.
Í 3. sæti er Jon Rahm á samtals 12 undir pari.
Samtals er DJ búinn að spila á 16 undir pari, 203 höggum (69 68 66) – allt glæsihringir undir 70.
DJ sigraði síðast í sama móti 2013 og í þeim 30 hringjum sem hann hefir spilað á Plantation vellinum á Hawaíí hafa 20 verið á 60 og eitthvað.
Leiðinlegt að vera að rifja það upp en það er smá von fyrir þá sem eru að reyna að ná DJ því aðeins fyrir 2 mánuðum missti hann niður 6 högga forystu í Shanghaí á World Golf Championship-HSBC Champions á Sheshan International.
Aðspurður sagðist DJ ekkert muna eftir þessu „Sjáið til þetta var fyrir löngu síðan. Þetta var algjörlega öðruvísi golfvöllur. Það eru hvað? Tveir mánuðir síðan eða eitthvað.Þannig að já ég ætla ekkert að vera að hugsa um það þegar ég spila lokahringinn á morgun.“
Stundum gott fyrir kylfinga að vera með lélegt skammtímaminni og geta blokkerað út neikvæða þætti í eiginn leik eða hluti sem hafa misfarist – Bráðnauðsynlegt og það má læra af þessu!!!
Til þess að sjá stöðuna á Sentry TOC SMELLIÐ HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster