Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2017 | 02:00

PGA: DJ átti högg 2. dags á The Players – Myndskeið

Nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) átti högg dagsins á 2. hring The Players.

Hann lenti í smá vandræðum með á par-5 11. holu TPC Sawgrass, þar sem slá verður yfir vatn.

Bolti hans fór í vatnið í 2. höggi og hann fékk því 1 víti og varð að taka aðhöggið að holunni þ.e. 4. högg sitt af 109 yarda (99,7 metra) fjarlægð frá holu.

Og viti menn …. hann setti höggið beint niður fyrir fugli.  Svona gera bara snillingar!!!

DJ er samtals búinn að spila á sléttu pari, 144 höggum (71 73) og er T-43 og að svo stöddu ekkert að blanda sér í toppbaráttuna. Fuglinn flotti var eini fugl hans á frekar litlausum 2. hring þar sem hann fékk þar að auki 2 skolla.

Sjá má ótrúlegan fugl DJ á 2. hring The Players með því að SMELLA HÉR: