Dustin Johnson (DJ)
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2017 | 07:30

PGA: DJ ánægður m/endurkomuna

Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) er búinn að vera 6 vikur frá keppni eftir að hann rann til á sokkunum og niður stiga í leiguhýsi sínu í Augusta, Georgía, daginn fyrir Masters risamótið, sem hann spilaði sem kunnugt er ekki í vegna bakmeiðsla og mars sem hann hlaut.

Honum var þar spáð sigri í 2. risamóti sínu.

En nú er DJ aftur mættur til leiks og kemur, að því er virðist, vel undan meiðslunum.

Hann deilir 15. sætinu í Wells Fargo mótinu ásamt 15 öðrum eftir 1. dag; var á skori upp á 2 undir pari, 70 högg; á hring þar sem hann fékk 4 fugla, 12 pör og 2 skolla.

Þar sem ég hef ekki spilað svo lengi, var ég ánægður með hvernig ég spilaði,“ sagði DJ „Ég var ekki með frábært skor, setti ekki niður svo mörg pútt, en að öðru leyti, spilaði ég virkilega vel. Ég held ég hafi náð inn á flöt 16 sinnum á réttum höggafjölda og var að slá vel.“