PGA: DeChambeau spilar á Dean&DeLuca mótinu
Fyrrum leikmaður SMU Bryson DeChambeau er annar af tveimur sem hlýtur hina eftirsóttu undanþágu til þess að spila á Dean & DeLuca Invitational á PGA mótaröðinni.
Mótið fer fram 26.-29. maí í Colonial CC í Fort Worth, Texas.
Hinn, sem hlýtur undanþáguna mikilvægu er fyrrum herbergisfélagi Jordan Spieth í háskóla þ.e. Kramer Hickok, en bæði hann og DeChambeau eru að reyna að komast inn á PGA Tour með góðu gengi á PGA mótum, sem þeim er boðið á af hálfu styrktaraðila.
DeChambeau, er aðeins einn af 5 kylfingum til þess að sigra á U.S. Amateur og vinna NCAA titil á sama ári og hann gerðist atvinnumaður eftir að hann hlaut silfur medalíuna, sem er veitt þeim áhugamanni í golfi sem best gengur á The Masters. DeChambeau er nú eins og segir að reyna að komast inn á PGa Tour á grundvelli reglna um hæsta vinningsfé en til þess þurfa þeir að standa sig vel í þeim mótum, sem þeim er boðið í. DeChambeau varð T4 á RBC Heritage,vikuna eftir að hann varð T21 á the Masters risamótinu. Hann komst síðan ekki í gegnum niðurskurð á Valero Texas Open.
Hickok ólst upp í Plano, Texas og var í Trinity Christian Academy Addison. Hann var í 3 sigurliðum á Big 12 í Texas og gerðist atvinnumaður 2015.
Í þessu tilviki hjóta báðir svonefnda Champions Choice undanþágu en báðir voru valdir af sigurvegara síðasta árs á Dean&DeLuca-mótinu, en það er Chris Kirk.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
