Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2015 | 07:05

PGA: Day sigraði á Barclays – Myndskeið

Jason Day landaði 2. stórsigri sínum á árinu í gær þegar hann bar sigurorð af keppendum sínum í 1. móti FedEx Cup umspilsins, The Barclays.

Hann lék samtals á stórglæsilegum 19 undir pari, 261 höggi (68 68 63 62) og átti heil 6 högg á Henrik Stenson, sem varð í 2. sæti á samtals 13 undir pari.

Lokahringurinn hjá Day var ótrúlega flottur en þar var hann á 8 undir pari, 62 höggum; skilaði „hreinu“ skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum.

Í 3. sæti varð Bubba Watson á samtals 11 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á The Barclays SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á The Barclays SMELLIÐ HÉR: