Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2018 | 02:00

PGA: Day og Norén berjast um sigurinn á Farmers í bráðabana – Hápunktar 4. dags

Jason Day og Alex Norén verða að fara aftur á Torrey Pines nú seinna í dag til þess að klára bráðabana, sem þeir hófu í gær en náðu ekki að klára vegna myrkurs.

Alex Noren

Þeir voru búnir að spila 5 aukaholur og fá 3 fugla og 2 pör hvor og allt í stáli.

Eftir hefðbundnar 72 holur voru Day, Norén og Ryan Palmer eftstir og jafnir á 10 undir pari á Farmers Insurance Open og því var par-5 18. brautin á Torrey Pines spiluð í bráðabana. Þar datt Palmer strax út á 1. holu á pari, meðan Day og Norén fengu báðir fugla.

Aftur var par-5 18. spiluð og báðir fengu þeir Day og Norén fugla.  Það var því farið á par-3 16. brautina og þar fengu Day og Norén par. Það var því reynt að spila par-4 17. holuna og enn fengur Day og Norén báðir par. Það var haldið aftur á par-5 18. holuna og báðir með fugla – Eftir þetta var mótinu frestað til dagsins í dag vegna myrkurs.

Í dag (mánudag) verður par-3 16. brautin spiluð að nýju og fróðlegt að sjá hvor þeirra stendur uppi sem sigurvegar – Alex Noren eða Jason Day.

Þess ber að geta að ef Norén hefir betur, þá verður það fyrsti sigur hans á PGA Tour meðan Jason Day hefir sigrað 10 sinnum á PGA Tour.

Sjá má stöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. dags Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá bestu höggin á fyrstu 5 holum bráðabanans SMELLIÐ HÉR: