PGA: Day dregur sig úr Tour Championship
Jason Day gerði lítið úr áhyggjum manna um framtíðargolfleik hans, sem vöknuðu eftir að hann dró sig úr Tour Championship, vegna bakmeiðsla á 2. hring í Atlanta í gær, föstudaginn 23. september.
Day, 28 ára, dró sig líka úr móti í mótinu þar áður, þ.e. BMW Championship fyrir tveimur vikum.
„Jason er með tognun í vöðva í mjóbakinu með vöðvakippum,“ sagði umboðsskrifstofa hans í fréttatilkynningu stuttu eftir að hann hætti leik á East Lake.
„Hann dró sig úr mótinu til öryggis. Það ætti að vera í lagi með Jason eftir að hann hvílist eftir langa pásu utan keppnistímabilsins.“
Ekkert var tilkynnt um hvort Jason Day myndi keppa í heimalandi sínu, Ástralíu í nóvember þ.e. the Australian Open í Sydney og World Cup of golf í Melbourne.
Þrátt fyrir upplífgandi fréttatilkynningu þá eru meiðsl varla góðar fréttir fyrir kylfing eins og Day sem hefir verið plagaður af meiðslum allan feril sinn.
S.l. miðvikudag sagði Jason Day að bakið á sér væri viðvarandi vandamál sem væri til vandræða af og til.
Eftir opnunarhringinn sagði Day m.a. í viðtali: „Það var í nokkrum drævum þarna sem ég fann fyrir skörpum verk í bakinu.“
Með því að draga sig úr mótinu verður Day af tækifærinu að vinna sér inn $10 milljón dollara bónus pottinn eftirsótta í FedEx Cup umspilinu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
