Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2016 | 08:00

PGA: Daníel Berger sigraði á St. Jude Classic

Það var Daníel Berger sem sigraði á St. Jude Classic mótinu, sem var mót sl. viku á PGA Tour.

Það eru eflaust margir sem ekki kannast við stráksa og má því sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Sigurskor Berger var 13 undir pari, 267 högg (67 64 69 67).

Sigur Berger var nokkuð öruggur en hann átti 3 högg á þá Brooks Koepka, Steve Stricker og Phil Mickelson, sem allir voru með heildarskor upp á 10 undir pari, hver.

Rifja má upp hápunkta 4. og lokahringsins á St. Jude Classic með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: