Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2021 | 23:00

PGA: Daly-feðgar sigruðu á PNC

Það voru Daly feðgarnir, John og sonur hans John II, 18 ára, sem sigrðu á PNC feðgamótinu.

Mótið fór fram í Ritz-Carlton golfklúbbnum við Grande Lakes, í Orlando, Flórída.

Þeir áttu tvö högg á Wood feðga, sem enduðu í 2. sæti

„Þetta er bara einn af hápunktum lífs míns,“ sagði Daly eldri, samkvæmt Golf.com. „Að geta spilað á PGA mótaröðinni með syni sínum og unnið, það er ansi sérstakt.

Daly eldri, 55 ára, birti einnig færslur á samfélagsmiðlum í kjölfar viðburðarins til að minnast stóra sigursins.

Það sem hann skrifaði var m.a. eftirfarandi:

„Gefðu mér golfhring með syni mínum hvaða dag vikunnar sem er og það er að vinna! @johndalyll,“ skrifaði hann á Instagram og birti fullt af af myndum, þar á meðal mynd af honum að knúsa son sinn.