Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2011 | 16:00

PGA: Dagskráin fyrir 2012 keppnistímabilið kynnt

PGA Tour tilkynnti dagskránna fyrir keppnistímabilið 2012 í dag. Á dagskránni eru 45 opinber mót (sami fjöldi og í ár) og eru 37 þeirra hefðbundin keppnismót, 4 FedExCup mót og 4 mót á haustmótaröðinni (Fall series events).

Örlitlar breytingar eru á dagskránni og styrktaraðilum, t.a.m. eru tveir nýir styrktaraðilar: Humana Challenge er styrkt af Clinton Foundation og fer fram á La Quinta í Kaliforníu og RBC er nýr styrktaraðili The Heritage mótsins á Hilton Head Island í Suður-Karólínu.

„Dagskráin 2012 sýnir styrk íþróttagreinarinnar, þar sem við bjóðum upp á fjölbreytt mót, mótsstaði og styrktaraðila, sem bjóða upp á tækifæri fyrir keppendur sem áhangendur þeirra,“ sagði framkvæmdastjóri PGA Tour Tim Finchem í fréttatilkynningu.  „FedExCup og PGA Tour umspilið halda áfram að vekja áhuga og spennu í september og á haustmótaröðinni er fókusinn á drama-inu þegar keppendur berjast um að fá að halda kortum sínum.“

Það  eru nokkrar breytingar á dagsetningum móta 2012:

•  HP Byron Nelson Championship fer fram 14.-20. maí og skiptir um dagsetningu við  Crowne Plaza Invitational Colonial (sem fer fram 21.-27. maí), en bæði mót koma strax eftir THE PLAYERS Championship.

• Greenbrier Classic mótið færist frá lokum júlí til 2.-8. júlí.

Einnig eru breytingar á þeim völlum sem spilað verður á 2012:

• The Barclays upphafsmót FedEx umspilsins (20.-26. ágúst) fer fram á Bethpage State Park-Black golfvellinum á Long Island, N.Y.

• BMW Championship (3.-9. september), þriðja FedEx umspilið færist á Crooked Stick Golf Club í Indianapolis.

• AT&T National  mótið (25. júní-1.júlí) fer nú aftur fram í Congressional Country Club í Washington, D.C.

• RBC Canadian Open (23.-29. júlí) færist á Hamilton Golf & Country Club í Ontario, Kanada.