Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2011 | 09:00

PGA: D.J. Trahan nr. 125 á peningalistanum

Children Network Miracle Hospitals Classic lauk í gær.  Þetta var síðasta mót á PGA mótaröðinni árið 2011 – og eins og alltaf spennandi að sjá hverjir halda kortum sínum með því að vera meðal efstu 125 á peningalista PGA.  Sá sem rétt slapp inn á PGA mótaröðina keppnistímabilið 2012 og heldur korti sínu, þ.e. sá sem lenti í 125. sæti er DJ Trahan.

Það er ekkert nýtt fyrir DJ að vera síðastur inn í mót eða rétt sleppa inn á eitthvað. Í fyrra t.d. varð hann í 72. sæti eftir 2. dag PGA Championship risamótið, þ.e. var sá síðasti inn til þess að fá að spila alla 4 daga mótsins og sleppa við niðurskurð.

Á blaðamannafundi PGA eftir 4. hring CNM Hospitals Classic sat DJ fyrir svörum:

Blaðamaður: Þetta var nokkuð áhugaverður dagur.

D.J.TRAHAN: Já það er alltaf áhugavert þegar maður spilar til þess að halda vinnunni. Ég náði frábæru pútti þarna á síðustu holunni. […] ég fékk 3 fugla í dag. Tveir af þeim komu á par-3 og lengstu par-4 holunni á vellinum, þannig að þetta var næstum óvenjulegur dagur. Svo fékk ég bara 1 skolla. Ég blokkaði drævið mitt á 2. braut og varð að taka víti, sló í tré og það fór í torfæru. Þetta var geggjaður dagur, en það lítur út fyrir að ég hafi rétt spilað nógu vel til þess að rétt hanga inni.

Blaðamaður: Náðir þú engum lykilfugli?  

D.J. TRAHAN: Nei, ekki í raun. Ég meina, yeah, ég náði fugli á síðustu holunni (par-4).

Blaðamaður: Yeah. Hversu langt var það pútt?

D.J. TRAHAN: Oh, það voru svona um 7 metrar. Ég notaði dræver og 4 járn þannig að þetta var stór fugl. Ég veit ekki hvað par myndi hafa gert. Ég virkilega veit ekki hverju það hefði breytt, en fuglinn skaðaði ekki. Ég er svo ánægður að hafa náð þessu pútti niður. Hvað er hægt að biðja um meira? Markmið mitt í dag var að halda kortinu mínu og það lítur út fyrir að mér hafi tekist það. Þetta hefir verið langt ár, þannig að ég er ánægður að því er lokið (þ.e. keppnistímabilinu).

Blaðamaður:  Á degi sem þessum þegar allt er í óvissu, hvað reynirðu að gera þegar þú ferð út og spilar? 

D.J. TRAHAN: Oh, ég meina, maður verður bara að fara út og taka eitt högg í einu. Þetta er ekkert öðruvísi en á hverjum öðrum degi sem maður fer út á golfvöll. Það skiptir ekki máli hvort maður er að spila lokahring á risamóti eða lokahring til að halda kortinu sínu. Hugarfar mitt er alltaf það sama. Maður er með leikáætlun og maður verður að vera ákveðinn og reyna að slá eins mörg góð högg og maður getur.

Til þess að sjá stöðuna á peningalista PGA smellið HÉR: