Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 00:52

PGA: Crane, Toms og Wilson leiða þegar Humana Challenge er hálfnað

Það eru Bandaríkjamennirnir Ben Crane, David Toms og Mark Wilson sem leiða þegar Humana Challenge er hálfnað. Allir eru búinir að spila á samtals -16 undir pari eða samtals 134 höggum.

Ben Crane átti frábæran hring upp á 63 högg, þar sem hann fékk 1 örn, 9 fugla og 2 skolla. Sjá má frábæran fugl sem Golf Boy-inn Ben fékk á 9. holu með því að smella HÉR: 

Næstlægsta skor dagsins átti Mark Wilson -10, en það fleytti honum upp í 1. sætið.  Á hringnum, sem var skollafrír fékk Wilson 8 fugla og 1 örn.

Forystumaður gærdagsins, David Toms er búinn að spila jafnt og gott golf var á 63 höggum í gær og 65 höggum í dag.

Hinn forystumaður gærdagsins, Kólombíumaðurinn kynþokkafulli Camilo Villegas fylgir fast á hæla forystumannanna 3 og er til alls líklegur. Hann er búinn að spila á samtals -13 (átti „slakan“ hring upp á 68 í dag) og deilir 4. sætinu með 3 Bandaríkjamönnum: þeim Harris English, Chris Kirk og Bobby Gates.

PGA West völlurinn sem spilað er á er par-72 og reynist PGA snillingunum auðveldur því skorin eru mjög lág – það lægsta í dag átti Ryan Moore, 61 högg eða -11 undir pari, fékk 1 örn, 11 fugla og 2 skolla. Hann hugsar eflaust með sér hvað ef ég hefði nú ekki fengið skollana 2?  Því miður var Moore á parinu í gær, sem er alls ekki nógu gott skor innan um alla 60 og eitthvað hringina og því færði skorið hans frábæra honum ekki meira en 14. sætið.

Til þess að sjá stöðuna þegar Humana Challenge er hálfnað smellið HÉR: