Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2017 | 08:00

PGA: Cook leiðir í hálfleik RSM – Hápunktar 2. dags

Það er einn af nýju strákunum á PGA Tour, Austin Cook, sem er í forystu á RSM Classic mótinu, þegar mótið er hálfnað.

Rifja má upp kynnningu Golf 1 á Cook með því að SMELLA HÉR: 

Cook hefir spilað á samtals 14 undir pari, 128 höggum (66 62) og átti eins og sjá má stórglæsilegan 2. hring upp á 62 högg!

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Cook er Brian Gay.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti í hálfleik RSM Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á RSM Classic SMELLIÐ HÉR: