Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2012 | 23:45

PGA: Colt Knost leiðir þegar RBC Heritage er hálfnað

Það er Colt Knost, sem leiðir þegar RBC Heritage er hálfnað. Knost er búinn að spila á samtals -9 undir pari, samtals 133 höggum (67 66).

Í 2. sæti er Svíinn Carl Petterson, 2 höggum á eftir Knost.

Þriðja sætinu deila Boo Weekley og nýliðinn Harris English á -6 undir pari hvor  og í 5. sætinu deila Chad Campbell og Robert Garrigus á -5 undir pari hvor.

Þekkt nöfn sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn eru m.a. Pádraig Harrington og Henrik Stenson, Ernie Els, Robert Karlson og Bill Haas.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á RBC Heritage smellið HÉR: