Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2020 | 23:59

PGA: Cink sigraði á Safeway Open

Það var Stewart Cink, með son sinn Reagan á pokanum, sem sigraði á Safeway Open, fyrsta móti PGA mótaraðarinnar, keppnistímabilið 2020-2021.

Sigurskor Cink var 21 undir pari, 267 högg (67 70 65 65).

Harry Higgs varð í 2. sæti, 2 höggum á eftir Cink og 4 aðrir bandarískir kylfingar vermdu síðan 3. sætið, m.a. Doc Redman.

Stewart Cink er fæddur 21. maí 1973 og því 47 ára – 11 ár eru frá síðasta sigri hans á PGA Tour, en sá sigur kom 19. júlí 2009 og á ekki ófrægara móti en Opna breska risamótinu, þar sem Cink hafði betur í bráðabana við gamla brýnið Tom Watson.

Sjá má lokastöðuna á Safeway Open með því að SMELLA HÉR: