Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 07:15

PGA: Cink og Laird leiða á Shriners – Hápunktar 1. dags

Bandaríski kylfingurinn Stewart Cink og skoski kylfingurinn Martin Laird tóku forystuna á 1. degi Shriners Hospitals for Children Open í gær, sem fram fer á TPC Summerlin, í Las Vegas, Nevada.

Cink og Laird léku á samtals á 7 undir pari, 64 höggum.

Í 3. sæti er Russell Knox á samtals 6 undir pari, 65 höggum.

Sex kylfingar deila 4. sætinu, þ.á.m. barnabarn golfgoðsagnarinnar Arnold Palmer, Sam Saunders, sem er einn af nýju strákunum á PGA Tour 2014-2015.

Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: