Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2018 | 21:00

PGA: Cink með ás!

Stewart Cink náði glæsilegum ási á 3. hring St. Jude Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Ásinn kom á par-3 8. holu á  TPC Southwind í Memphis, Tennessee.

Fjarlægðin frá teig að holu er 144 yardar eða 131,6 metrar.

Stewart Cink er fæddur 21. maí 1973 og því nýorðinn 45 ára.

Þetta var 5. ás Cink á ferli hans og sá fyrsti frá árinu 2012.

Til þess að sjá ás Cink SMELLIÐ HÉR: