Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 01:00

PGA: Chris Kirk og Jason Day jöfnuðu glæsilega metskor upp á 62 á TOC

Þeir Chris Kirk frá Bandaríkjunum og Ástralinn Jason Day, spiluðu 4. hring á Tournament of Champions á glæsilegum 11 undir pari, 62 höggum!!!

Day og Kirk fengu báðir 11 fugla og 7 pör – skiluðu sem sagt skollalausum skorkortum.

Jason Day lauk keppni á 20 undir pari og er sem stendur í 2. sæti en Chris Kirk var á samtals 13 undir pari og er sem stendur T-14.

Þar með jöfnuðu þeir mótsmet upp á lægsta hring í Tournament of Champions mótinu!

Sem stendur (kl. 1:00 þann 13. janúar 2015) er Jimmy Walker efstur á 21 undir pari.

Fylgjast má með lokahringnum á Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR: