Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2016 | 01:00

PGA: Chris Kirk efstur á OHL Classic – Hápunktar 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk, sem er efstur eftir 1. hring OHL Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Kirk lék á 8 undir pari, 63 glæsihöggum!

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Kirk með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti eru kólombíanski kylfingurinn Camilo Villegas og bandarísku kylfingarnir Gary Woodland og grínistinn Ben Crane, sem allir léku á 7 undir pari, 64 höggum.

Fimmta sætinu deila síðan 6 kylfingar, þ.á.m Webb Simpson, sem allir léku á 6 undir pari, 65 höggum.

Spilað er á El Cameleon GC, á Playa del Carmen í Mayakoba, Mexikó.

Til þess að sjá stöðuna á OHL Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: