Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 09:00

PGA: Choi leiðir e. 2. dag RBC Heritage

Það er KJ Choi, sem leiðir í hálfleik á RBC Heritage mótinu.

Choi er búinn að spila á samtals 5 undir pari, 137 höggum (70 67).

Robert Allenby er í 2. sæti á 4 undir pari, en hann á eftir að spila 13 holur.

Ekki tókst að ljúka leik vegna veðurs, úrhellisrigningar á Hilton Head, í Suður-Karólínu og eiga því nokkrir eftir að ljúka 2. hring sínum í dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: