Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2016 | 09:00

PGA: Chez Reavie efstur á Pebble Beach – Hápunktar 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Chez Reavie sem er efstur á AT&T Pebble Beach Pro-Am eftir 1. hring.

Hann lék á 8 undir pari, 63 höggum.

Leikið er venju skv. á 3 völlum: Spyglass Hill (SH); Monterey Peninsula (MP) og Pebble Beach (PB).

Þrír kylfingar deila 2. sætinu þeir Freddie Jacobsen, Cameron Smith og Bronson Burgoon, allir á 7 undir pari.

Allir nema Jacobsen léku Monterey, en Jacobsen var sá eini sem spilaði Pebble Beach völlinn fræga.

Justin Rose og J.B Holmes deila  5. sætinu ásamt 5 öðrum kylfingum og eru efstir af þeim sem spilað hafa Spy Glass, báðir á 6 undir pari 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á AT&T Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR: