Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 01:00

PGA: Charlie Beljan vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour á Children´s Miracle Network Hospitals Classic

Charlie Beljan sigraði í fyrsta sinn á PGA Tour nú fyrr í kvöld þegar hann sigraði á Children´s Miracle Network Hospitals Classic.  Hann var s.s. margoft hefir verið fjallað um í 139. sæti peningalista mótaraðarinnar en með sigrinum fer hann í 63. sæti listans og er öruggur með kortið sitt á PGA Tour næsta keppnistímabil. Fyrir sigurinn hlýtur hann auk þess $ 846.000 (u.þ.b. 120 milljónir íslenskra króna).  Það ætti að draga úr kvíða hans en hann er nýbakaður faðir og var í kvíðakasti mestallt mótið, þannig að hann var með andnauð, aukinn hjartslátt og blóðþrýsting og doða í handleggjum.  Hann hefir lýst því yfir að hann ætli að taka á andlegum þætti leiks síns með því að halda áfram að vera hjá Bob Rotella íþrótta- sálfræðingi auk þess sem hann er á leið í allsherjarrannsókn í Mayo Clinic í Phoenix.

Sigurskor Beljan var samtals 16 undir pari, 272 högg (68 64 71 69).  Hann átti 2 högg á Matt Every og Robert Garrigus, sem átti 35 ára afmæli í gær þ.e. 11. nóvember 2012.

Í 4. sæti varð Brian Gay á samtals 13 undir pari. Fjórir kylfingar deildu síðan 5. sætinu á 12 undir pari, þ.á.m. Charlie Wi, sem búinn var að vera í forystu á 1. degi.

Til þess að sjá úrslitin á CMNH Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags CMNH Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags sem Charlie Beljan átti SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá viðtal við sigurvegarann Charlie Beljan SMELLIÐ HÉR: