Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 10:00

PGA: Chappell efstur e. 2. dag Deutsche Bank

Það er bandaríski kylfingurinn Kevin Chappell sem er efstur í hálfleik á Deutsche Bank Championship, 2. móti FedExCup umspilsins.

Chappell er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 131 höggi (67 64).

Í 2. sæti eru Englendingurinn Paul Casey og Solheim Cup leikmaðurinn bandaríski Jimmy Walker; báðir á samtals 10 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta 2. hrings Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: