Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2018 | 18:00

PGA Championship risamótið fært fram í maí

Frá og með 2019 mun PGA Championship risamótið fara fram í maí, en það hefir hingað til verið það fjórða og síðasta af risamótunum 4 í karlagolfinu og hefir alltaf farið fram í ágúst.

Næsta maí mun PGA Championship hins vegar verða næsta mót á eftir Masters þ.e. 2. risamótið í röðinni.

Þetta þýðir að Opna breska, sem mun áfram fara fram í júlí, verður það síðasta af risamótunum 4.

Ástæðan er að PGA Tour mun þá ljúka fyrir lok ágúst til þess að forðast að lenda saman við upphaf á bandaríska hafnarbolta keppnistímabilinu.

Players mótið, sem alltaf hefir verið haldið í maí færist fram í mars.

Í ár mun verða síðasta hefðbunda röðin á risamótunum 4; Opna breska fer fram á Carnoustie 19.-22. júlí í Skotlandi og PGA Championship í Missouri 9.-12. ágúst 2018.

Hins vegar lítur risamótaröðin svona út árið 2019:

US Masters: 11.-14. apríl 2019.
US PGA Championship: 16.-19. maí 2019.
Opna bandaríska: 13.-16. júní 2019.
Opna breska: 8.-21. júní 2019.