Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2023 | 23:59

PGA Championship 2023: Brooks Koepka sigraði!

Það var Brooks Koepka, sem sigraði á 2. risamóti ársins í karlagolfinu: PGA Championship.

Mótið fór fram 18.-21. maí 2023 á Austuvellinum í Oak Hill CC, í Rochester, New York.

Sigurskor Koepka var 9 undir pari, 271 högg (72 66 66 67).

Öðru sætinu, 2 höggum á eftir á samtals 7 undir pari, deildu þeir Scottie Scheffler og Victor Hovland.

Brooks Koepka er fyrsti LIV kylfingurinn, sem tekst að sigra á risamóti. Brooks er fæddur 3. maí 1990 og því nýorðinn 33 ára.  Á afmælisdegi sínum tilkynnti hann á félagsmiðlum að hann og eiginkona hans ættu von á þeirra fyrsta barni. Hann hefir sópað til sín fjármunum með veru sinni á LIV mótaröðinni; þar sem hann hefir sigrað tvívegis og fengið sem svarað rúmlega 1 milljarð íslenskra króna fyrir. Brooks er sonur Bob og Denise og á einn bróður, Chase, sem einnig er á LIV mótaröðinni. Brooks Koepka er kvæntur Jenu Sims (2022).

Sjá má lokastöðuna á PGA Championship með því að SMELLA HÉR: