Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 07:00

PGA Championship 2016: Óveður olli leikleysi laugardag

Þrumur og eldingar urðu til að leikur féll niður allan laugardag á PGA Championship.

Fyrstu 10 höfðu rétt hafið leik þegar úrhelli skall niður á völl sem þegar var regnþungur og fyrstu þrumurnar heyrðust.

Jimmy Walker og Robert Streb eru því enn efstir og jafnir.

Þeir hafa báðir spilað á samtals 9 undir pari, hvor.

Þriðji hringur er hafinn og má fylgjast með gangi mála á PGA Championship á skortöflu með því að SMELLA HÉR: