Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2016 | 07:00

PGA Championship 2016: Jason Day fullur sjálfstrausts

Það var þrumuveður sem gekk yfir Baltusrol með tilheyrandi rigningarflaumi í gær, þriðjudaginn 26. júlí þannig að fyrsti æfingahringurinn fyrir 98. PGA Championship fór fram á þungum flötum sem höfðu verið býsna hraðar í hitanum eftir hádegi.

Ógurlegur hiti var snemma eftir hádegi en í lok eftirmiðdags stóðu kylfingar í vatnsflaumi á mörgum stöðum eftir miklar þrumur, eldingar og rigningarúrhelli.

Starfsmenn PGA of America stöðvuðu leik kl. 16:38 eftir hádegi og áhorfendur gátu leitað skjóls, margir voru samahnhnipraðir í minjagripatjöldum, þar til hlé milli hviða gaf þeim tækifæri á að fara.

Þetta var e.t.v. bara forsmekkurinn á því hvers konar aðstæður kylfingar verða að takast á við í viðleitni þeirra að sigra Wanamaker verðlaunagreip PGA Championship.

Nr. 1 á heimslistnaum, Jason Day, mun reyna að verja fyrsta risamótstitil sinn, sem hann vann á síðast ári í  Whistling Straits.

Mér líður vel með leik minn,“ sagði Day. „Ég er að slá mörg mjög góð högg sem hafa gefið mér sjálfstraust. Ég er tilbúinn í slaginn.“

Day vann 7 titla á síðasta ári og gekk vel í risamótunum var T-10 á Masters og í 8. sæti á Opna bandaríska.

Hugarfarið er aldrei það að hann ætli sér að verja titil, sérstaklega á öðrum velli, markmiðið er alltaf að sigra.

Ég lít aldrei á mót sem að ég ætli að verja titil,“ sagði Day. „Ég reyni bara að sigra aftur. Það er hugarfarið.“