Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2018 | 20:00

PGA Champions: Jimenez með fyrsta risamótstitil sinn

Miguel Angel Jimenez sigraði á Regions Tradition risamótinu á Öldungamótaröð PGA: PGA Champions.

Þetta er fyrsti risamótstitill Jimenez á Öldungamótaröðinni.

Mótið fór fram 17.-20. maí s.l. á Greystone Founders vellinum, í Birmingham, Alabama.

Sigurskor Jimenez var 19 undir pari og átti hann heil 3 högg á þá sem voru í 2. sæti þ.e. Steve Stricker, Gene Sauers og J. Durant.

Sjá má lokastöðuna á Regions Tradition með því að SMELLA HÉR: