Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2021 | 18:00

PGA: Champ sigurvegari 3M

Það var bandaríski kylfingurinn Cameron Champ, sem stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open, sem fór fram í Blaine, Minnesota, dagana 22.-25. júlí sl. og var mót vikunnar á PGA Tour.

Sigurskor Champ var samtals 15 undir pari.

Champ er fæddur 15. júní 1995 og því nýorðinn 26 ára. Sigurinn á 3M Open var 3. sigur hans á PGA Tour.

Sjá má eldri ítarlegri kynningu Golf 1 á Champ með því að  SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Champ, voru 3 kylfingar: Jhonattan Vegas frá Venezuela og s-afrísku kylfingarnir Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel.

Sjá má lokastöðuna á 3M Open með því að SMELLA HÉR: