Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 00:01

PGA: Champ leiðir f. lokahringinn

Það er Cameron Champ, sem er í forystu fyrir lokahring Safeway Open, móts vikunnar á PGA Tour og fer fram 26.-29. september 2019 í Napa, Kalíforníu.

Champ er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (67 68 67).

Ef Champ tekst að landa sigri í kvöld verður þetta 2. PGA Tour sigur þessa unga kylfings, sem er nýbyrjaður á mótaröðinni.

Í 2. sæti, 3 höggum á eftir Champ eru Kanadakylfingarnir Nick Taylor og Adam Hadwin og Sebastian Muñoz, sem er í dúndurstuði þessa dagana.

Sjá má stöðuna á Safeway Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 3. dags á Safeway Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta í leik Cameron Champ á 3. hring með því að SMELLA HÉR: