Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2022 | 08:30

PGA: Chad Ramey sigurvegari á Punta Cana

Samhliða heimsmótinu í holukeppni heldur PGA Tour árlega mót, þar sem þeir keppa sem ekki komast á heimsmótið.

Þetta er Corales Puntacana Championship.

Mótið fór fram í Punta Cana, í Dóminkanska lýðveldinu 24.-27. mars 2022.

Sigurvegari mótsins í ár var Chad Ramey, en hann sigraði á samtals 17 undir pari, 271 höggi (70 65 69 67).

Hann átti 1 högg á þá Ben Martin og Alex Smalley.

Graeme McDowell, sem byrjaði svo vel í mótinu endaði T-50 á samtals 4 undir pari, 284 höggum (68 68 73 75).

Sjá má lokastöðuna á Corales Puntacana meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: