Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2017 | 10:00

PGA: Cantlay sigurvegari Shriners

Bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay sigraði á Shriners Open á TPC Summerlin í gærkvöldi.

Þetta er í fyrsta sinn á ferli Cantly sem hann sigrar í móti á PGA Tour.

Eftir hefðbundnar 72 holur voru 2 kylfingar auk Cantlay efstir og jafnir, á 9 undir pari, 275 höggum, þ.e. einnig þeir Whee Kim og Alex Cejka.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og sigraði Canlay á 2. holu bráðabanans; fékk fugl á par-4 18. holu TPC Summerlin, meðan Kim var með tvöfaldan skolla og Cejka með skolla.

Sjá má lokastöðuna á Shriners mótinu með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 4. dags á Shriners mótinu með því að SMELLA HÉR: