Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2018 | 09:00

PGA: Cantlay og Reed efstir á Hero World Challenge – Hápunktar 1. dags

Það eru bandarísku kylfingarnir og nafnarnir Patrick Cantlay og Patrick Reed sem eru efstir og jafnir á Hero World Challenge sem fram fer í New Providence á Bahamas.

Báðir hafa þeir Cantlay og Reed spilað á 7 undir pari, 65 höggum.

Á hæla þeirra eru Henrik Stenson og Dustin Johnson, báðir á 6 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta frá 1. degi Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Á mynd: Patrick Cantlay