Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2014 | 06:00

PGA: Camilo Villegas vann 4. PGA Tour titil sinn – þann fyrsta frá 2010 – á Wyndham mótinu

Camilo Villegas sigraði á Wyndham Championship og er þetta fyrsti sigur hans á  PGA Tour frá árinu 2010.

Villegas var á 7 undir pari, 63 höggum á lokahringnum og var samtals á 17 undir pari, 263 höggum (63 69 68 63).  Hann hlaut  $954,000 fyrir sigurinn og 500 FedEx Cup stig.  i

Á fyrri 9 fékk Villegas 1 örn og 4 fugla  og bætti síðan fugli við á par-5 15. holunni og lét forystu sína aldrei af hendi eftir það.  Hann varð hins vegar að fylgjast með hinum ljúka keppni, en fyrir rest varð ljóst að hann hafði unnið 4. PGA Tour titil sinn og þann fyrsta frá sigri hans á Honda Classic árið 2010.

Bill Haas og Freddie Jacobson deildu 2. sætinu – Haas lék á 64 höggum en  Jacobson 66 höggum.

Jacobson þarfnaðist pars til þess að knýja fram bráðabana, en 4 metra parpútt hans fór framhjá holunni … og Villegas sigurvegari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: