Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2022 | 22:05

PGA: Cameron Smith sigraði á Players!!!

Það var ástralski kylfingurinn Cameron Smith, sem stóð uppi sem sigurvegari á Players mótinu.

Mótið fór venju skv. fram á TPC Sawgrass, á  Ponte Vedra Beach, í Flórída, en Smith býr bar rétt hjá í Jacksonville og æfir oft á Sawgrass, þekkir sem sagt völlinn út og inn.

Miklar frestanir settu svip sinn á þetta mót og tókst ekki að ljúka 4. hring fyrr en í kvöld, mánudagskvöldið 14. mars, þó mótið hafi átt að standa frá 8.-13. mars.

Sigurskor Smith var 13 undir pari, 275 högg (69 71 69 66).

Smith er fæddur 18. ágúst 1993 og því 28 ára. Hann á í beltinu alls 9 atvinnumannssigra: 5 á PGA Tour, 2 á Ástralasíu mótaröðinni og 2 sigra á Evróputúrnum.  Fyrir sigurinn á Players hlýtur Smith 3,6 milljónir bandaríkja- dala eða sem samsvarar næstum 1/2 milljarð íslenskra króna.

Í 2. sæti varð, sá sem var meira og minna í forystu allt mótið, Indverjinn og Íslandsvinurinn Anirban Lahiri, 1 höggi á eftir Smith þ.e. á 12 undir pari.

Paul Casey varð síðan í 3. sæti, enn öðru höggi á eftir.

Sjá má hápunkta 4. hrings á Players, með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Players með því að SMELLA HÉR: