Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 10:00

PGA: Butch Harmon telur að Poulter geti sigrað á Players

Ian Poulter á stóran möguleika á sigri og ég myndi elska það að sjá hann flagga sigri á sunnudeginum (þ.e. í dag). Eftir allt sem hann hefir gengið í gegnum, frá því að hann hélt að hann hefði tapað sæti sínu á PGA Tour og að sigra síðan og fá 10 ára undanþágu til að spila á PGA Tour, það myndi vera sérstakt.“

Þetta er álit Butch Harmon, golfkennaragúrú með meiru á Poulter.

Harmon sagði ennfremur að sér virtist sem Poulter hefði haft stjórn á öllu sem hann var að gera allan liðlangan daginn og hann hefði ekki tapað höggi.

Ian Poulter er T-5 fyrir lokahringinn, á samtals 6 undir pari  (72 67 71)og er 3 höggum á eftir forystumönnunum, Kyle Stanley og JB Holmes.

Harmon sagði ennfremur:
Mér fannst hann spila frábærlega við erfiðar aðstæður, þar sem gnauðaði í vindinum. Það var erfitt og (boltarnir) út um allt.  Eftir að spila á þennan hátt og fá ekki skolla og komast í 3 högg frá forystunni, þá ætla ég að spá að Poulter sigri á sunnudaginn (í dag).“